Staðan í kjarasamningsviðræðum

Formlegar viðræður Þroskaþjálfaþjálfafélags Íslands við opinbera launagreiðendur hafa staðið meira og minna allt þetta ár. ÞÍ hefur setið við kjarasamningsborðið með öðrum aðildarfélögum BHM við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Opinberu launagreiðendur hafa sameinast gagnvart öllum stéttarfélögum og haldið fast í ákveðnar línur í viðræðum og hefur verið takmarkaður vilji til að hreyfa þær til. ÞÍ hefur því séð hag sinn í að vera í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM í viðræðunum og finna þannig samningsflöt sem félagsfólk ÞÍ geti unað við. Kjarasamningarnir runnu út 31. mars síðastliðinn og verður um afturvirkni að ræða frá 1. apríl 2024.

Vonandi sér fyrir endann á þessari samningalotu á næstu vikum svo hægt verði að kynna fyrir félagsfólki hvaða möguleikar eru í stöðunni. 
Endilega ef spurnigar vakna hafið samband við trúnaðarmenn félagsins sem og skrifstofu félagsins. Vekjum athygli á að hægt er að fletta upp trúnaðarmönnum eftir svæðum á heimasíðu félagsins, sjá hér https://www.throska.is/is/um-felagid/thi/skrifstofa-nefndir-og-rad
Mikið hefur borið á því að félagsfólk hefur samband við skrifstofu ÞÍ þar sem tölvupóstar virðast ekki hafa skilað sér. Þetta hefur ekki einskorðast við ÞÍ heldur öll aðildarfélög BHM og snýr þetta að gmail sem hafnar fjöldapóstum í gegnum póstkerfi. Búið er að vera leita leiða til að lagfæra þetta varanlega og verður það á næstu dögum. Nú er kominn möguleiki að skrá netfang sitt beint til félagsins sem færist þá sjálfkrafa í félagatal ÞÍ, það er þá það netfang sem félagið mun hafa samskipti í gegnum, það er gert hér https://thi.bhm.is/innskraning