Skóli án aðgreiningar
05.11.2009
Skóli án aðgreiningar:
Áskoranir og hindranir. Kastljósi beint að starfsfólki
í skólasamfélaginu
__________
Ráðstefna fimmtudaginn 19. nóvember 2009
kl. 13.15–16.30
í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð
Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennarasamband Íslands, stendur fyrir annarri ráðstefnu af þremur um skólastefnuna skóli án aðgreiningar fimmtudaginn 19. nóvember næstkomandi kl. 13.15–16.30. Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Markmiðið með ráðstefnunni er að ígrunda skólastefnuna skóli án aðgreiningar og reynslu kennara og annars starfsfólks skólanna.
Þetta er önnur ráðstefnan af þremur sem rannsóknarstofan stendur að um skólastefnuna skóli án aðgreiningar. Boðið er til samræðu um sýn, aðstæður og vinnubrögð starfsfólksins og gildi þess að styðja það, mennta og efla. Meðal annars mun ráðstefnan fjalla um kennaramenntun og menntastefnuna skóli án aðgreiningar. Þriðja ráðstefnan sem fyrirhuguð er á vormisseri mun fjalla um reynslu nemenda af námi við skóla sem leitast við að fylgja menntastefnunni.
Dagskrá
13.15 Setning
Ráðstefnustjóri Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi
Ráðstefnustjóri Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi
13.25 Ávarp
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
13.35 Starfsfólkið: lykill að framtíð nemenda skóla margbreytileikans?
Hrund Logadóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
13.55 Að hafa sjón en enga sýn
Ágúst Ólason, aðstoðarskólastjóri Norðlingaskóla
14.10 Skóli fyrir alla þýðir kennarar fyrir alla
Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands
14.25 Skóli án aðgreiningar og áherslur í kennaramenntun
Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
14.40 Nýr skóli – „nýtt eða notað“ starfsfólk?
Ágúst Frímann Jakobsson, skólastjóri Naustaskóla
14.55–15.25 Kaffi
15.25 Sérfræðiþjónusta við skóla: Einstaklingsmiðuð greiningarárátta?
Þorgeir Magnússon, sálfræðingur og deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
15.40 Skólamenning og fjölbreyttir starfsmannahópar í skólum
Hanna Ragnarsdóttir, deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
16.00–16.30 Almennar umræður í sal undir stjórn Ólafs Páls Jónssonar, lektors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Hermínu Gunnþórsdóttur, aðjúnkts við Háskólann á Akureyri
Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Vefsíða Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar: http://vefir.hi.is/skolianadgreiningar/
Ráðstefnan er styrkt af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Kennarasambandi Íslands