Sérfræðingur í þjónustu við fatlað barn

Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir sérfræðingi í þjónustu við fatlað barn. Um er að ræða allt að 100% ótímabundið starf í dagvinnu á leikskólanum Klöppum og á heimili barns. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Markmiðið er að barnið geti verið þátttakandi í skólastarfi. Verkefni starfsmanns er að veita barni þjónustu á leikskóla og heimili eftir atvikum. Unnið er í þverfaglegu teymi.

Helstu verkefni eru:

  • Styðja við aðlögun barns að leikskólastarfi svo það fái notið sín sem best.
  • Tekur þátt í faglegu starfi skólans í samvinnu við deildarstjóra, sérkennslustjóra og leikskólastjóra.
  • Útbýr einstaklingsáætlun fyrir barnið í samvinnu við aðra fagaðila.
  • Fylgist með líðan og líkamlegu ástandi, skráir það og metur inngrip út frá því.
  • Þegar barnið getur vegna einkenna heilkennis síns ekki verið í skólanum færast verkefni starfsmanns á heimili eða á sjúkrahús.
  • Fylgir barni í iðju- og sjúkraþjálfun.
  • Vinnur í nánu samstarfi með foreldrum/ forráðamönnum.
  • Veitir foreldrum/forráðamönnum barns ráðgjöf og leiðbeiningar er lúta að fötlun þess.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Háskólapróf og starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi eða hafa lokið framhaldsnámi í sérkennslu.
  • Áhugi á þjálfun, kennslu og velferð fatlaðra barna er skilyrði.
  • Reynsla af starfi með fötluðum börnum er æskileg.
  • Reynsla af starfi í leikskóla er kostur.
  • Samskiptafærni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Skipulagsfærni, stundvísi og reglusemi.
  • Lausnarmiðuð hugsun og umbótafærni.
  • Kunnátta í skyndihjálp.
  • Gott líkamlegt atgervi.
  • Ökuréttindi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: launadeild@akureyri.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sísý Malmquist í síma 867-7028 og á netfanginu sisymall@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2024.