Reglur - Fag og fræðslusjóðs Þroskaþjálfafélags Íslands

- Reglur -
Fag og fræðslusjóðs Þroskaþjálfafélags Íslands
 
 
1.gr.
Sjóðurinn heitir Fag og fræðslusjóður Þroskaþjálfafélags Íslands. Heimili sjóðsins er að
Borgartúni 6 105 Reykjavík.
2.gr.
Aðild að sjóðnum eiga þeir þroskaþjálfar sem greiða stéttarfélagsgjöld. Stjórn ákvarðar framlag af félagsgjöldum.
3.gr.
Markmið sjóðsins er að auka tækifæri félagsmanna ÞÍ til að efla og bæta fagkunnáttu m.a. í framhaldsnámi og starfstengdum þróunarverkefnum.  
4.gr.
Í stjórn Fag og fræðslusjóðs skulu sitja 5 fulltrúar sem stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands skipar, 1 úr stjórn, 1 úr fagráði, 1 trúnaðarmannaráði og 2  almennir félagsmenn.Sjóðsstjórn skiptir  með sér verkum og setur sér starfsreglur í samræmi við markmið sjóðsins. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar. Til þess að samþykkt sé lögmæt, þarf meirihluti sjóðsstjórnar að greiða henni atkvæði.
5.gr.
Tekjur sjóðsins eru:
1.       Ákveðið framlag af félagsgjöldum, ákvarðast af stjórn ÞÍ
2.       Vaxtatekjur
3.       Aðrar tekjur (gjafir og önnur framlög)
Sjóðurinn skal ávaxtaður á þann hátt sem sjóðsstjórn telur öruggast.
6.gr.
Reikningsár sjóðsins skal vera 12 mánaða tímabil frá 1.janúar – 31. desember.
Reikningar skulu vera endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda.
 
7.gr.
Árlega skal stjórn sjóðsins gera skýrslu þar sem gerð skal grein fyrir fjárhag hans og starfsemi síðastliðið reikningsár.
8.gr.
Reglur þessar voru bornar undir og samþykktar af stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands 3. Maí 2010