Ráðgjafi barna og fjölskyldna
Viltu taka þátt í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna?
Á velferðarsviði Kópavogs stendur yfir innleiðing á nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í samstarfi við menntasvið. Velferðarsvið leitar að öflugum ráðgjafa til að sinna málsstjórn og stýra þjónustu til barna og fjölskyldna sem hafa þörf fyrir samþætta þjónustu á 2. stigi. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og spennandi starf í umhverfi sem reynir á framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni
Um er að ræða tímabundið starf með möguleika á framlengingu
Veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna á 1., 2. og 3. stigi þjónustu til barna, foreldra og annarra aðila og stofnana.
Greining á þjónustuþörfum barna og fjölskyldna þeirra
Ábyrgð á málstjórn í stuðningsteymum barna með samþætta þjónustu.
Ábyrgð á að stuðla að og styðja við samstarf í einstökum málum og samstarfsverkefnum milli teyma og sviða með það að markmiði að tryggja samþætta þjónustu og snemmtækan stuðning.
Gerð og eftirfylgd stuðningsáætlana og mat á árangri
Halda utan um lykiltölur og verkferla sem snúa að þjónustunni
Þátttaka í þverfaglegu samstarfi innan sveitarfélagsins og utan þess.
Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi eða starfsréttindi frá Landlækni er skilyrði, s.s. í félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sálfræði
Reynsla af vinnu með börnum og fjölskyldum er skilyrði
Reynsla af því að vinna með börnum með fötlun er æskileg
Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis er kostur
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð nálgun
Metnaður frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
Góð íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma)
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur