Til allra forstöðumanna og bandalaga ríkisstarfsmanna
Aðstæður í kjarasamningamálum ríkisstarfsmanna er með óvanalegum hætti um þessar mundir. Fjöldi félaga hefur ekki gert kjarasamninga við fjármálaráðherra frá því að þeir runnu út á síðasta ári. Því telur fjármálaráðuneytið ástæðu til að gefa út hvaða orlofsuppbót verður greidd þann 1. júní næstkomandi.
Í fyrsta lagi þá verður greidd orlofsuppbót til starfsmanna innan þeirra stéttarfélaga sem eru með endunýjaða samninga skv. ákvæðum samninga þeirra. Sú uppbót er almennt skv. meðfylgjandi grein kjarasamninga frá 2009. Hér er um að ræða félög innan ASÍ og BSRB að stórum hluta, auk hluta félaga utan bandalaga.
4. grein
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót verður sem hér segir:
Á árinu 2010 kr. 25.800.
Þau stéttarfélög sem hafa ákvæði um hærri orlofsuppbót skulu halda óbreyttri upphæð frá síðustu
samningum á árinu 2010.
Í öðru lagi verður greidd orlofsuppbót til þeirra starfsmanna í stéttarfélögum sem ekki endurnýjuðu kjarasamninga sína síðastliðið ár. Sú uppbót greiðist skv. ákvæðum kjarasamninga um að: "Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót..." Þar sem ekki hefur verið samið um upphæð orlofsuppbótarinnar fyrir árið 2010 verður orlofsuppbót til þessara starfsmanna sú sama og greidd var 2009, sbr. tölvubréf ráðuneytisins frá 4 maí 2009. Sú upphæð er kr. 25.200 og sama gildir og síðasta ár, þ.e. að hafi einhver stéttarfélög ákvæði um hærri orlofsuppbót en 25.200 skal hún vera sama fjárhæð og sl. ár.
F.h.r.
Guðmundur H. Guðmundsson
---------------------------------------------------------------------
Guðmundur H. Guðmundsson, sérfræðingur / Head of Division
Fjármálaráðuneytið, starfsmannaskrifstofa