Málþing í lok janúar - "Ofbeldi í starfi"
Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands 2016 verður föstudaginn 29. janúar næstkomandi frá klukkan 8:30 - 17:00.
Málþingið sem ber heitið „Ofbeldi í starfi“, verður haldið á Grand Hótel og er ætlað að taka á þeim þáttum í störfum okkar er snúa að ofbeldi sem starfsmenn geta orðið fyrir.
Fyrirlesarar verða meðal annarra: Þroskaþjálfarnir Arne Friðrik Karlsson, Kolbrún Ósk Albertsdóttir og Soffía Lárusdóttir. Guðmundur Sævar Sævarsson, réttarhjúkrunarfræðingur, sálfræðingurinn Jóhann Thoroddsen og lögfræðingur BHM Erna Guðmundsdóttir.
Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í fræðandi málþingi um mjög þarft umræðuefni, þar sem farið er m.a yfir það hvað er ofbeldi? Hver er réttur starfsmanna? Hvaða leiðir höfum við að úrbótum?
Skráning hefst í vikulok.