Ný stjórn BHM
Á framhalds aðalfundi BHM þann 16. maí var kjörin ný stjórn og nýr formaður bandalagsins. Stjórnina skipa:
Guðlaug Kristjánsdóttir, Stéttarfélagi sjúkraþjálfara, formaður, Páll Halldórsson, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, varaformaðurAðrir stjórn eru:
Aðalmenn:
Ársæll Baldursson, Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Bragi Skúlason, Útgarði
Jörundur Guðmundsson, Félagi háskólakennara
Salóme Þórisdóttir, Þroskaþjálfafélagi Íslands
Vilborg Oddsdóttir, Félagsráðgjafafélagi ÍslandsVaramenn eru Margrét Kr. Gunnarsdóttir, Félagi íslenskra félagsvísindamanna og Bára Hildur Jóhannsdóttir, Ljósmæðrafélag Íslands
Eins og sjá má er formaður ÞÍ Salóme Anna Þórisdóttir komin í stjórn BHM. Þóroddur Þórarinsson varaformaður ÞÍ hefur setið í stjórn BHM undanfarin 4 ár. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Aðalfundur BHM samþykkti eftirfarandi ályktun:
"Aðalfundur BHM lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar pattstöðu sem samningaviðræður við ríkið eru komnar í. Það er óásættanlegt að samninganefndir aðildarfélaga bandalagsins mæti á fund eftir fund með samninganefnd ríkisins án þess að nokkrar eiginlegar viðræður eigi sér stað. Þessi kyrrstaða í samningmálunum er alfarið á ábyrgð fjármálaráðherra. Aðildarfélögum BHM er enn boðið upp á samning með forsenduákvæði sem þegar er brostið og því er það skýlaus krafa aðalfundar að fjármálaráðherra veiti samninganefnd sinni umboð til að ræða um samningsmarkmið sem sátt gæti náðst um."