Nemandi dæmdur til að greiða kennara sínum skaðabætur

Nemandi dæmdur til að greiða kennara sínum  skaðabætur

 

 

Kennari hlaut varanlegt líkamstjón í starfi sínu er nemandi hennar, sem haldin var Asperger-heilkenni, skellti aftur rennihurð þannig að hún lenti á höfði kennarans. Kennarinn krafðist bóta óskipt úr hend nemandans og sveitarfélagsins, sem hafði með höndum rekstur skólans. Í héraði var ekki talið sýnt fram á að rennihurðin hafi verið haldin vanköntum eða ekki verið í samræmi við gildandi reglur um byggingu og aðbúnað í skólahúsnæði. Var því talið að slysið yrði ekki rakið til hættueiginleika hurðarinnar sem slíkrar og sveitarfélagið sýknað af kröfum kennarans. Hins vegar var talið að nemandanum hafi mátt vera ljóst að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli hafi verið hættuleg og hafi hún hlotið að gera sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér. Var hún því dæmd til greiðslu skaðabóta. Jafnframt var henni gert að greiða kennaranum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

 

Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér

 

 

EG/Apríl 2009