Námskeið um greinaskrif

Haldið verður örstutt námskeið um greinaskrif 8. október kl. 17-19 í húsnæði félagsins að Borgartúni 6, 3. Hæð. Kennari er Baldur Sigurðsson stjórnandi ritvers Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þeir sem áhuga hafa á að sitja námskeiðið eru beðnir að skrá sig hjá Þroskaþjálfafélagi Íslands á netfangið throska@throska.is

Útgáfuráð hefur ákveðið að næsta blað sem vonandi kemur út á vordögum fjalli um starfsvettvang þroskaþjálfa. Við óskum eftir greinum þar sem fjallað er um starfsvettvang ykkar. Markmiðið með því að hvetja starfandi þroskaþjálfa til að skrifa greinar um störf sín í komandi afmælisriti Þroskaþjálfafélags Íslands 2015 er að birta sterka mynd af fjölbreytilegum starfsvettvangi þroskaþjálfa og störfum þeirra. Þroskaþjálfar eru afar mikilvæg fagstétt sem finna má á breiðum vettvangi samfélagsins og verðskuldar athygli á framlagi sínu. Með því að birta víðtæka mynd af fagstéttinni í vönduðu fagtímariti á afmælisárinu 2015 sem dreift verður víða um samfélagið, getum við vakið aukinn áhuga annarra fagstétta á störfum okkar og jafnframt aukið þátttöku okkar og sýnileika í þverfaglegri-og fræðilegri umræðu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins hér

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við félagið á utgafurad@gmail.com

Útgáfuráð