Miðstjórn BHM ályktar um fjárfestingar lífeyrissjóða

 

Miðstjórn Bandalags háskólamanna beinir því að gefnu tilefni til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að sjóðurinn gæti varúðar í fjárfestingum og láni ekki til fyrirtækja með lélegt lánshæfismat.

Sjóðurinn varð líkt og aðrir lífeyrissjóðir fyrir miklu tjóni við fall íslenska bankakerfisins og er það víti til varnaðar. Mikilvægt er að sjóðurinn setji sér skýrar

vinnureglur við fjárfestingu þar sem byggt sé á öryggi fjárfestinga, ávöxtun, jafnréttissjónarmiðum  og samfélagslegu mikilvægi.

 

Nánari upplýsingar veita:

Guðlaug Kristjánsdóttir, Formaður BHM

gudlaug@bhm.is

s. 899 2873

 

Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM

stefan@bhm.is

s. 821 9310

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins láni ekki til fyrirtækja með lélegt lánshæfismat