Meistaranám í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið HÍ
06.04.2010
Meistaranám í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið: Umsóknarfrestur til 15. apríl
Umsóknarfrestur um meistaranám í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er til 15. apríl. Hægt er að sækja um M.Ed.-nám eða MA-nám í þroskaþjálfafræðum. Í meistaranámi til MA-gráðu er námið rannsóknartengt og nemendum er gefinn kostur á að sérhæfa sig í rannsóknum á vettvangi fatlaðs fólks. Í meistarnámi til M.Ed.-gráðu er námið starfstengt og nemendur geta sérhæft sig á tilteknum sviðum sem eru annars vegar þroskaþjálfafræði með áherslu á stjórnun og forystu og hins vegar með áherslu á þjónustu við fötluð börn og unglinga eða fullorðna og aldraða.
Auk meistaranáms í þroskaþjálfafræðum er hægt að sækja um fjölbreyttar námsleiðir í þremur deildum:
Kennaradeild:
o Náms og kennslufræði til M.Ed. eða MA gráðu (níu mismunandi kjörsvið)
o Náms- og kennslufræði til viðbótardiplómu (níu mismunandi kjörsvið)
o Kennslufræði til viðbótardiplómu (fyrir þá sem áður hafa lokið háskólagráðu)
o Kennslufræði framhaldsskóla til M.Ed. gráðu (fyrir þá sem áður hafa lokið 60e viðbótardiplómu í kennslufræði)
o Leikskólakennarafræði til viðbótardiplómu (fyrir þá sem áður hafa lokið háskólagráðu í greinum tengdum uppeldis- og menntunarfræðum, eða námssviðum leikskóla)
o Náms og kennslufræði til M.Ed. eða MA gráðu (níu mismunandi kjörsvið)
o Náms- og kennslufræði til viðbótardiplómu (níu mismunandi kjörsvið)
o Kennslufræði til viðbótardiplómu (fyrir þá sem áður hafa lokið háskólagráðu)
o Kennslufræði framhaldsskóla til M.Ed. gráðu (fyrir þá sem áður hafa lokið 60e viðbótardiplómu í kennslufræði)
o Leikskólakennarafræði til viðbótardiplómu (fyrir þá sem áður hafa lokið háskólagráðu í greinum tengdum uppeldis- og menntunarfræðum, eða námssviðum leikskóla)
Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild:
o Íþrótta- og heilsufræði til MA eða M.Ed. gráðu
o Tómstunda- og félagsmálafræði til M.Ed. gráðu
o Þroskaþjálfafræði til MA eða M.Ed. gráðu
o Íþrótta- og heilsufræði til MA eða M.Ed. gráðu
o Tómstunda- og félagsmálafræði til M.Ed. gráðu
o Þroskaþjálfafræði til MA eða M.Ed. gráðu
Uppeldis- og menntunarfræðideild:
o Uppeldis- og menntunarfræði til MA eða M.Ed. gráðu (níu mismunandi áherslusvið, eða sérskipulagt nám, á fjórum námsbrautum:
o Uppeldis- og menntunarfræði til MA eða M.Ed. gráðu (níu mismunandi áherslusvið, eða sérskipulagt nám, á fjórum námsbrautum:
Á sviðinu er einnig boðið upp á doktorsnám í menntavísindum, til Ph.D. eða Ed.D. gráðu.