Mannréttindi í kreppu hvað er framundan????
Mannréttindi í kreppu hvað er framundan
Grand hótel Reykjavík,Sigtúni 38, miðvikudagurinn 1. apríl kl. 20.00-22.00
Fimmti fundurinn í fundaröðinni Verjum velferðina! sem haldinn er af Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp í aðdraganda Alþingiskosninga 2009.
Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudagurinn 1. apríl kl. 20.00-22.00.
Mannréttindi í kreppu - hvað er framundan?
Frummælendur á fundinum eru:
- Helgi Hjörvar alþingismaður
- Helga Baldvins- og Bjargardóttir þroskaþjálfi
Til umræðu verður meðal annars:
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.
- Hvert er innihald samningsins?
- Gagnast hann okkur á Íslandi núna?
- Hverju þarf að breyta til að hægt sé að fullgilda samninginn?
- Hvert verður framhaldið á fullgildingu samningsins?
Pallborðsumræður að loknum framsögum.
Þátttakendur í pallborði verða frummælendur ásamt fulltrúum annarra stjórnmálaflokka, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Táknmálstúlkar verða á staðnum og tónmöskvakerfi.
Fundurinn er öllum opinn!
Mætum öll! Ekkert um okkur án okkar!