LSR skylt að greiða dráttarvexti

 

                        LSR skylt að greiða dráttarvexti af vangoldnum lífeyrisgreiðslum

                                              

Í dómi héraðsdóms frá 27. mars sl. var viðurkennd skylda stefnda, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, til greiðslu dráttarvaxta af vangoldnum lífeyrisgreiðslum til stefnanda sem var kennari við Sjómannaskólann í Reykjavík. Ágreiningur var uppi um hvort heimilt væri að reikna dráttarvexti á vangoldnar lífeyrisgreiðslur frá lífeyrissjóði til lífeyrisþega þegar lífeyrisgreiðslur voru leiðréttar aftur í tíma. Fallist á með stefnanda að heimilt væri að dráttarvaxtareikna greiðslurnar.

 

Málavextir eru í stuttu máli þeir að stefnandi er sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði starfs­manna ríkisins og tilheyrir B-deild sjóðsins, en hann var áður kennari við Sjómanna­skólann í Reykjavík. Hóf hann töku ellilífeyris í apríl 2001. Fékk hann í upphafi greiddan ellilífeyri á grundvelli svonefndrar eftirmannsreglu en frá 31. ágúst 2004 fékk hann greitt samkvæmt svokallaðri meðaltalsreglu. Á árinu 2007 kom í ljós að stefnandi hafði ekki fengið greiddar umsamdar launaflokkahækkanir allt frá árinu 2002. Voru þær hækkanir leiðréttar og greiddar stefnanda í eingreiðslu 18. júní 2007 samtals að fjárhæð 1.320.475 krónur. Þegar tillit hafði verið tekið til staðgreiðslu skatta nam fjárhæðin 848.801 krónu. Var leiðréttingin verðbætt samkvæmt neyslu­verðs­vísitölu auk þess að vera vaxtareiknuð til samræmis við útlánavexti stefnda á hverjum tíma. Stefnandi sætti sit ekki við uppgjörsaðferðina en hann taldi að leiðréttinguna ætti að dráttavaxtareikna frá hverjum gjalddaga fyrir sig og fram til greiðsludags.

 

 

Nánar er hægt að lesa dóminn í heild sinni hér

 

EG/Apríl 09