Líf með reisn fyrir þroskahamlaða einstaklnga -
Út er komið verkefnið - "A life of dignity for persons with developmental disabilities – a challenge to social pedagogical practice in theNordic countries"- á vegum NFFS sem eru samtök þroskaþjálfa á Norðulöndum. Þar fjalla þau Ditte Sørensen, frá Socialpædagogerne, Danmörk og Cato Brunvand Ellingsen, FO, Noregi um þá staðreynd að þrátt fyrir að margt hafi áunnist á síðustu áratugum í málefnum þroskahamlaðra þá er enn langur vegur frá því að þau búi við ásættanlegar aðstæður og skilyrði. Í verkefninu fjalla þau um að það þurfi hugarfarbreytingu og nýjar stefnur í málefnum fólks með þroskahömlun. Hún kom út haustið 2010 Hér má nálgast hana í netútgáfu. A_life_in_dignity.pdf á ensku og hér á dönsku Vaerdigt_liv.pdf