Launahækkun dómara til marks um raunveruleikann

Stjórn BHM ályktar:


Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara er að mati stjórnar BHM skiljanleg og málefnaleg.  Erfiðlega gengur að ráða háskólamenntaða sérfæðinga til starfa hjá hinu opinbera, bæði vegna mikils álags og lakra launakjara.  Stjórn BHM áréttar að starfsálag er almennt  mjög mikið hjá hinu opinbera og að launakjör félagsmanna BHM hafa rýrnað mjög frá hruni samfara auknum álögum á millitekjuhópa.  Stjórn BHM skorar á opinbera vinnuveitendur að setja kraft í kjaraviðræður.  Félagsmenn BHM hafa ekki fengið neinar kjarabætur frá því árið 2008 á meðan hækkanir hafa verið annars staðar, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði.
Opinberri þjónustu verður ekki haldið úti án háskólamenntaðs starfsfólks.  Aðgerð kjararáðs er skýrt merki um að launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna ná ekki að tryggja mönnun í mikilvæg störf.
 
Reykjavík 22. febrúar 2011