Kynning á kjarakönnun ÞÍ
Kynningarfundur um kjarakönnun Þí varr haldinn í gær í húsnæði félagsins ásamt því að vera send út í gegnum streymi fyrir þá sem áttu ekki heimangengt.
Alls tóku ríflega 66 % félagsmanna þátt í þessari könnun og er hún afar yfirgripsmikil og gefur nokkuð góða mynd af stöðu okkar meðal háskólamenntaðra starfsmanna á vinnumarkaðnum. Óhætt er að segja að þroskaþjálfar mælast afar neðarlega gagnvart launum , hvort sem skoðaðar eru ársgreiðslur, grunn eða heildargreiðslur. Starfsánægja okkar mælist þó í hærri kantinum ásamt því hvort við getum mælt með vinnustaðnum eða ekki. Eins er ánægjulegt að segja að ÞÍ mældist með mestu ánægjuna með þjónustu félagsins.
Umsjá kynningarinnar var í höndum Þorláks Karlssonar en hann er rannsóknarstjóri hjá Maskínu ehf.
Hér má nálgast:
Kynning Maskínu ehf á könnun ÞÍ