Kveðja frá Þroskahjálp

Ágætu þroskaþjálfar

 

Landssamtökin Þroskahjálp þakka ykkur fyrir að vekja athygli á þeirri neikvæðu ímynd og óvirðingu sem fram kom í garð fólks með þroskahömlun í vinsælum sjónvarpsþætti nýverið.

 

Með ályktun ykkar sýnið þið að stétt ykkar og félaga stendur dyggan vörð um þau gildi sem mikilvægust eru fyrir fólk með þroskahömlun.

 

Landssamtökin Þroskahjálp munu koma óánægju sinni á framfæri við handritshöfunda og framleiðendur umrædds þáttar.

 

Með þakklæti,

 

 Gerður A Árnadóttir, formaður