Könnun fyrir komandi kröfugerð send út í dag
18.10.2013
Könnun fyrir komandi kröfugerð var send út til allra stéttarfélagsaðila sem félagið hefur netföng hjá. Þeir sem sakna þess að hafa ekki fengið póst vinsamlegast hafið samband og við sendum könnunina um hæl.
Við viljum eindregið fá aðstoð félagsmanna við að leggja lokahönd á kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Með því að svara þessari könnun er félagsmaðurinn að leggja lóð á vogarskálarnar fyrir trúnaðarmannaráð sem hefur verið að undirbúa kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Könnunin er örstutt og þiggjum við svörin strax þar sem vinnuhópur mun vinna úr henni næstkomandi laugardag. Könnuninni verður lokað næstkomandi föstudag, eða 25. október, klukkan 18:00.
Ekki verður hægt að rekja svör einstakra þátttakenda og öll svör og athugasemdir eru trúnaðarmannaráði mikilvæg.
Í undirbúningnum hefur launakönnum BHM og ÞI frá í vor verið nýtt. Trúnaðarmannaráð hefur fundað og verið með hópavinnu skipta niður á kjarasamninga. Formaður hefur verið á fundum nú í haust með trúnaðar- og félagsmönnum þar sem umræður og punktar frá félagsmönnum eru nýttir (enn eru á dagskrá fundir). Þessi könnun er því mikilvægur lokahnykkur í þessari vinnu.