Kjarakönnun BHM - taktu þátt!

Félagsmenn aðildarfélaga BHM fá á næstu dögum senda á tölvupóstnetföng sín kjarakönnun sem þeir eru hvattir til að taka þátt í.
 
Bandalag háskólamanna gengst nú fyrir rafrænni kjarakönnun sem ætlað er að gefa yfirgripsmikla mynd af kjaramálum félagsmanna.
Markmið könnunarinnar, sem framkvæmd verður árlega, eru að:

-  veita yfirsýn yfir  launakjör háskólamenntaðra og fylgjast með þróun launa þeirra, bæði á almennum og opinberum  vinnumarkaði.
-  leggja grunn að upplýsingaveitu til félagsmanna um launakjör og launasamanburð  
-  veita aðildarfélögunum mikilvægar upplýsingar til að byggja á við gerð samninga um kaup og kjör.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að taka þátt í könnuninni og leggja þannig sitt af mörkum til að markmið hennar nái fram að ganga.

Könnunin er um 35 spurningar, sem flestum er auðvelt að svara en nokkrar heimta að upplýsingar um laun ársins 2012 og laun fyrir febrúar 2013 séu innan seilingar þegar svarað er.

Rannsóknarfyrirtækið Maskína sér um framkvæmdina. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og þau ekki rekjanleg til einstaklinga.