Jöfnun launa
Jöfnun launa
Vinnan við áfangasamkomulagið um jöfnun launa milli markaða hefur verið flókin og tímafrek, en nú hefur sá áfangi náðst að sveitarfélögin hafa, í samráði við undirhóp aðila, komið sér saman um varanlega launahækkun til hópa í heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem veita klíníska þjónustu og menntastofnunum sem sinna kennslu. Hækkunin mun koma til framkvæmda þann 1. október og byggir á endurmati á tilteknum þætti starfsmatskerfisins, þ.e hugrænni færni og einstaklingsbundinni áætlanagerð til langs tíma. Vinnan við það sem snýr að ríkinu gengur hægar en hjá sveitarfélögunum, en þokast áfram með þrautseigju sérfræðinga heildarsamtakanna og sérfræðinga KMR. Rétt er að minna á að hér er einungis um að ræða fyrsta skrefið í vegferðinni um jöfnun launa, sem á sér rætur í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda milla markaða frá 2016.