Hlutverk fagstétta og siðareglur

Hlutverk fagstéttarinnar og siðareglur
Á haustönn býðst þroskaþjálfum að sækja fyrirlestraröð um stöðu fagstétta, fagmennsku, traust og siðareglur. 
Takið frá fyrsta miðvikudag í september, október og nóvember
 kl.15:00 til kl. 16:00.

Fyrirlesari verður Ástríður Stefánsdóttir dósent í hagnýtri siðfræði við þroskaþjálfadeild HÍ.

Staðsetning: Borgartúni 6, 3. hæð.

5. september 2012.
Staða fagstétta í samfélaginu.
Farið verður yfir hlutverk fagstétta í samfélaginu. Hvernig fagstéttir starfa í anda samningsins sem hægt er að hugsa sér að sé á milli hennar og samfélagsins. Sjónum verður sérstaklega beint að hlutverki og stöðu þroskaþjálfa í þessu sambandi.
3. október 2012.
Fagmennska og traust.
Fagmennskuhugtakið verður skoðað og á hverju það grundvallast. Gengið verður út frá þeirri sýn að fagmanneskjan í starfi sínu vinni samkvæmt óskrifuðu loforði og að slíkt loforð sé grundvöllur þess trausts sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli fagmanneskjunnar og þeirra sem hún á að aðstoða.
7. nóvember 2012.
Hlutverk siðareglna.
Siðareglur þroskaþjálfa verða skoðaðar í ljósi umfjöllunar Sigurðar Kristinssonar um siðareglur. Athugað verður hvort siðareglurnar mæti þeim kröfum sem Sigurður leggur upp með og telur einkenna góðar siðareglur.
 
                                                                                              Sumarkveðjur frá Fagráði og Siðanefnd ÞÍ