Heimsráðstefna í Berlín í júní nk.
Vekjum athygli á mjög áhugaverðri ráðstefnu sem haldin verður í Berlín dagana 16.-19. júní nk.
Ráðstefnan er haldin af Inclusion International sem eru alheimssamtök hagsmunafélaga fólks með þroskahömlun. Ráðstefnur sem þessi eru haldnar á 4 ára fresti og þá í mismunandi heimsálfum. Þær eru ógleymanlegar öllum sem þær sækja sökum fjölbreytni og þeirrar samkenndar sem þar skapast, þrátt fyrir ólíka menningu þátttakanda.
Nú er komið að Evrópu svo ástæða er til að og hvetja alla til að grípa tækifærið. Samningur Sameinu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem Ísland hefur undirritað verður eitt aðal umræðu efni ráðstefnunnar í Berlín.
Hægt er að kynna sér nánar mjög fjölbreytta dagskrá ráðstefnunnar hennar á:
http://www.inclusion2010.de/master.php?content=welcome&lang=en&size=medium