Handleiðslufræði

Handleiðslufræði
Eins árs nám í faghandleiðslu, kenningum og handleiðslutækni 
Kynningarfundur 17. apríl klukkan 17 hjá Endurmenntun að Dunhaga 7

Þriggja missera (eitt kennsluár) nám á meistarastigi sem er haldið í samstarfi við Félagsráðgjafaradeild HÍ og Handís-Handleiðslufélag Íslands og hefst í september 2013.

Markmið námsins:
• Veita þekkingu á kenningum sem byggt er á í handleiðslu, meðal annars um samskipti, stjórnun og þjónustu
• Móta viðhorf út frá heildrænni kerfis- (systemic) og samskiptanálgun
• Þjálfa færni í handleiðslutækni
• Skapa innsæi í stjórnunarleg samskiptaferli og vitund um gildi þverfaglegs samstarf á vinnustað
• Efla styrk fagmanns og ánægju í starfi
• Auka gæði faglegrar þjónustu
• Efla stöðu og áhrif handleiðslu í faglegu starfi á Íslandi

Námþættir eru:
• Fjórir námskjarnar, skv. námslýsingu. Hverjum hluta lýkur með verkefnaskilum og/eða prófi
• Handleiðsluþáttur – veitt handleiðsla og fengin handleiðsla, samfelld hópvinna og skýrslugerð um handleiðsluferlið
• Lokaverkefni

Fyrir hverja:
Námið er ætlað reyndum fagaðilum á félags-, heilbrigðis- og menntasviði: s.s. félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, kennurum, læknum, náms- og starfsráðgjöfum, prestum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, þroskaþjálfum og öðrum sem uppfylla inntökuskilyrði. Námið hentar meðferðaraðilum, sérfræðingum sem vinna einir á stofnun og fagfólki í stjórnunarstöðum með mannaforráð og/eða ábyrgð á þjónustueiningum. Það er sniðið að þörfum sérfræðinga á sviði mennta, félags -og heilbrigðiskerfis en einnig á sviði viðskipta og stjórnunar.

Skipulag námsins:
Námið verður skipulagt í reglulegum námslotum og unnið verður með fræðileg og klínisk verkefni á milli lota. Nemendur verða í samfelldri hóphandleiðslu í litlum hópum á meðan á náminu stendur þar sem unnið er með efnivið úr starfi á vettvangi. Allir nemendur fylgja sama námsskipulagi og ekki verður um val milli námskeiða að ræða.
Námslotur verða ýmist tveggja eða þriggja daga langar, á virkum dögum frá kl. 9:00 – 17:00. Loturnar verða alls níu, þ.e. þrjár lotur á haustmisseri og sex lotur á vormisseri.

Einingar - námsvinna:
Námið er 50 ECTS eininga diplómanám á framhaldsstigi. Hægt er að sækja um mat á náminu við Félagsráðgjafardeild HÍ til áframhaldandi meistaranáms í handleiðslufræðum.

Umsóknarfrestur er til 22. apríl

Umsjón og kennsla: Fagleg umsjón er í höndum Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessor við félagsráðgjafardeild HÍ. Kennarar verða bæði innlendir og erlendir háskólakennarar og starfandi sérfræðingar á sviðinu.

Verð: 850.000 kr.


Nánari upplýsingar og umsókn sjá hér