Hádegisfyrirlestur um ESB

Hádegisfyrirlestur um ESB: Félags- og vinnumál í ESB - 20.02.2009

BHM minnir á hádegisfyrirlestur, mánudaginn 23. febrúar, kl. 12-13. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir helstu reglugerðum og tilskipunum sem gilda um félags- og vinnumál í Evrópusambandinu. Einnig verður gerð grein fyrir hlutverki og áhrifum samtaka aðila vinnumarkaðar á mótun Evrópulöggjafar á þessu sviði. Fyrirlesari er Gylfi Kristinsson, stjórnmálafræðingur og skrifstofustjóri í Félags- og tryggingamálaráðuneyti.
Smelltu hér til að fylgjast með fyrirlestrinum á vefnum eða horfa á upptöku.

Til að horfa slærðu inn:

Recording ID: 1111

Pin: 2222

Útsending hefst kl. 12.