Hádegisfyrirlestur: Guðni Th. Jóhannesson

Hádegisfyrirlestur: Guðni Th. Jóhannesson

Fyrirlesari: Guðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann er höfundur bókarinnar Hrunið – Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar, auk annarra bóka um sögu og samtíð á Íslandi.

Efni: Sagnfræðingar eru frá Mars, hagfræðingar eru frá Venus. Hrunið frá ólíkum sjónarhólum.
Efnahagshrunið á Íslandi veturinn 2008-2009 telst án efa til merkustu og afdrifaríkustu viðburða í sögu íslenska lýðveldisins. Í erindinu verður rætt um ólíka sýn fræðimanna og annarra á orsakir hrunsins og atburðarás, og ekki síður ólíkt mat manna á því hvernig segja skuli sögu þessara efnahagshamfara.

Staður: Ásbrú, fundarsalur BHM, Borgartúni 6, 3. hæð

Tími: 12 - 13.30

Boðið verður upp á hádegishressingu í upphafi fundar. Mætið tímanlega.

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn.