Hádegisfundir með stjórnmálamönnum 27. og 29. maí
22.05.2009
Eins og við er að búast þessa dagana velta háskólamenn fyrir sér spurningum um stöðu og framtíð íslensks vinnumarkaðar. Frá efnahagshruninu hafa ráðuneyti og ríkisstjórnir lítið sem ekkert sent frá sér varðandi áform um aðgerðir til að verja stöðu þessa hóps á vinnumarkaði, tryggja vinnu við hæfi fyrir háskólamenn og sporna gegn fólksflótta úr landi.
Bandalag háskólamanna telur brýnt að samræða eigi sér stað milli bandalagsins og þeirra sem völdin hafa. Því boðum við nú til tveggja opinna fundar þar sem stjórnarflokkar annars vegar og stjórnarandstöðuflokkar hins vegar kynna áherslur sínar og áform varðandi málefni háskólamanna. Fyrri fundurinn (S og Vg) verður haldinn
Miðvikudagur 27. maí kl. 12-13.30 - fulltrúar frá Samfylkingu og Vinstri hreyfingunni grænu framboði
Föstudagur 29. maí kl. 12-13.30 - fulltrúar frá Borgarahreyfingunni, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki