Gríðarleg þátttaka á málþingi ÞÍ

Gríðarleg þátttaka er á málþingi ÞÍ sem fer fram í dag og á morgun. Yfir 170 manns voru mættir í dag við upphaf málþingisins. Yfirskirft málþingsins er

Heim í hérað: Nýjar áskoranir 
- ný tækifæri fyrir alla

Nánar verður fjallað um efni ráðstefnunar síðar. En hér koma nokkrar myndir frá því í dag.

Hluti ráðstefnugesta. Ekki möguleiki að ná þeim öllum á eina mynd þar sem þarna voru svo margir

Biðröð við að skrá sig inn á ráðstefnuna.

Salome Anna Þórisdóttir formaður ÞÍ setur ráðstefnuna

Sigríður Rut Hilmarsdóttir varformaður ÞÍ og ráðstefnustjóri

Jón Björnsson flutti stórskemmtilegan fyrirlestur um Traust. Þar sem hann tengdi traustið við upplýsingar úr ýmsum áttum. Bæði skemmtilegur og færðandi.

Halldór Halldórsson framkvæmdastjóri Sambands Íslenskra sveitafélaga. Kynnti stöðu í vinnunni við að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga. Fólk fékk þar innsýn í sögu þessa máls, vinnu  sem þegar hefur farið fram og vinnunni sem er framundan.

Kaffihlé

Anna Lilja Magnúsdóttir og Signý Þórðardóttir úr Siðanefnd ÞÍ kynntu siðareglur og vinnu Siðanefndar m..a tilgang og markmið með siðareglum fagstétta.

Hér má svo sjá fleiri myndir