Fyrsti fundur ÞÍ og samninganefndar ríkisins var 14. apríl

Fyrsti fundur ÞÍ og samninganefndar ríkisins var í gær, 14. apríl í húsakynnum sáttasemjara. Á fundinum kynntu aðila helstu áherslur í komandi viðræðum. ÞÍ fer fram með víðtæka kröfugerð en leggur áherslu á hækkun launa til samræmis við laun háskólamenntaðra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Í ljósi þeirra óvissu sem nú ríkir í efnahagsmálunum fer ÞÍ fram á að samningstíminn verði stuttur. Kjarasamningurinn verður að tryggja að kaupmáttur haldi sér auk þess sem byrjað verði á að leiðrétta laun þroskaþjálfa þannig að kjör þeirra verði að fullu sambærileg kjörum háskólamanna með sambærilega menntun og ábyrgð hvort sem um ræðir opinberan eða almennan markað.
 
Samninganefnd ÞÍ skipa:
Salóme Þórisdóttir
Þóroddur Þórarinsson
Huldís Franksdóttir
Jónina Árnadóttir
Guðbjörg Björnsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Sigríður Rut Hilmarsdóttir
 
Kröfugerð ÞÍ:
 
Nýr kjarasamningur taki gildi frá og með 30. apríl 2008. Gildistími 10 -12 mánuðir.
 
·        Laun taki mið af launum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum vinnumarkaði.
·        Stofnanaþáttur kjarasamnings verði unninn samhliða miðlægum hluta. Stofnanasamningar skulu hafa sama gildistíma og miðlægur kjarasamningur. Gera skal sjálfstæða stofnanasamninga við hverja Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra fyrir sig.
·        Launaskrið sem byggir m.a. á .
·       Starfsaldri
·        Menntun
·        Frammistöðu og sérstakri færi
·        Álagstengdum þáttum
·        Almennri launaþróun
 
·       Tryggð verði réttarstaða félagsmanna við breytingar á ríkisstofnunum, s.s. skipulagsbreytingar, samruni, flutningur verkefna eða breytt rekstrarform
·        Réttur vegna veikinda aukinn
·        Vegna veikinda barna skilgreinist vegna veikinda námkominna
·        Vegna hlutaveikinda
·        Veikindi teljist í stundum
·        Hækkun orlofs- og desemberuppbóta.
·        Hærri greiðslur fyrir vinnu á stórhátíðardögum.
·        Hærri greiðslur vegna vinnu utan dagvinnutíma.
·        Endurskilgreining vinnutíma
·        Fastlaunasamningar
·        Vinna utan starfsstöðva
·        Vaktavinna
 
·         Réttur til endur- og símenntunar aukinn og tryggður.
Áskilinn er réttur til að breyta og bæta við kröfum eftir því hvernig viðræður þróast