Fundur með borgarstjóra vegna kjaraskerðingar

 
Stjórn Bandalags háskólamanna átti fund með borgaryfirvöldum og helstu embættismönnum borgarinnar í kjölfar bréf sem sent var borgarstjóra í desember sl. þar sem móttmælt var þeim kjaraskerðingum sem fyrirhugaðar eru hjá félagsmönnum BHM er starfa hjá Reykjvavíkurborg.

Formaður BHM rakti að starfmenn BHM hjá Reykjavíkurborg hefðu slæma reynslu af einhliða skerðingu kjara hjá Reykjavíkurborg, en þær skerðingar sem áttu sér stað árið 2009 hafa enn ekki að fullu gengið til baka þrátt fyrir fullyrðingar borgaryfirvalda þess efnis. Jafnframt að ef ætlunin með aðgerðinni er að draga úr kynbundnum launamun er ekki réttlætanlegt að gera það með því að skerða kjör hluta starfsmanna. Krafa BHM er að skerðingin verði dregin til baka. Borgarstjóri féllst ekki á það og tjáði formaður BHM honum að sú afstaða sendi slæm skilaboð inn í komandi kjarasamninga og myndi gera þá erfiðari en ella.