Fundur 26. október 2010 með þroskaþjálfum sem starfa í leik-

Boðað var til fundarins vegna komandi kjaraviðræðna.
 
Í upphafi var rætt almennt um líðan fólks í vinnunni, hvort niðurskurður sé að hafa áhrif á faglegt starf. Almennt töldu fundarmenn að þessir málaflokkar þ.e. leikskólar og grunnskólar hafi alltaf verið í sparnaðaraðgerðum þannig að það væri ekki svo mikil breyting núna, þó svo að um hagræðingu væri að ræða á ýmsum stöðum.
Ræddum einnig um yfirfærslu málefna fatlaðrar til sveitarfélaga og hvað áhrif það gæti haft á okkar starf. Bent var á að þá væri auðveldara að nálgast ráðgjöf og þjónustu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna þar sem viðkomandi ráðgjafi væri þá staðsettur í sveitarfélaginu. Einnig var bent á þá atvinnuóvissu sem þroskaþjálfar sem starfa hjá svæðisskrifstofunum eru í því ekki er ljóst með þeirra störf á þessari stundu.
Umræður um hvað áherslur eigi að vera í komandi kjarasamningum. Mikil umræða spannst um vinnutíma skilgreiningu í grunnskólunum og hvað hindranir væru nú þegar til staðar. Bent var á að það sé mjög misjafnt eftir skólum hvernig núverandi bókun er túlkuð. Einnig er misjafnt hvernig fólk er að fá greitt fyrir frímínútnagæslu. Bent var á muninn á því að sinna „gæslu“ barnanna eða hvort ákveðin þjálfun sé að eiga sér stað á þessum tíma.
Laufey kynnti fyrir hópnum niðurstöður úr kjarakönnuninni sem var gerð um daginn svo og drög að kröfugerð félagsins. Einnig fór hún yfir sjóði BHM orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð og styrktarsjóð.