Fræðslufundur Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra
16.04.2012
Fræðslufundur á vegum Fagráðs verður 3. maí næstkomandi, klukkan 15, í húsnæði félagsins að Borgartúni 6.
Yfirskriftin verður Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra - skammtímavistun, kostir og gallar.
Erindi flytja Margrét Lísa Steingrímsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi Skammtímavistunar í Álfalandi og Sigurbjörg I. Friðriksdóttir, forstöðuþroskaþjálfi skammtímavistunar í Móaflöt.