Fræðslufundur á vegum fagráðs

12. nóvember kl. 15-17 verður haldinn fræðslufundur í sal í Borgartúni 6 þar sem ÞÍ er til húsa.  Tvö erindi verða á fundinum.  Guðný Stefánsdóttir þroskaþjálfi kynnir mastersverkefni sitt “Aðferðir við þjálfun og kennslu barna með einhverfu í grunnskólum”.  Erna Einarsdóttir og Laufey Gissurardóttir þroskaþjálfar verða með erindi sem þær nefna  “Fólk með þroskahömlun, 45 ára og eldra”.   

Um er að ræða ólík og áhugverð erindi.  Vonumst til að sjá sem flesta.

Með kveðju frá fagráði