Fræðsla á vegum BHM
Eftirfarandi upplýsingar eru af BHM síðunni.
Fræðsla í október
Námskeið
Námskeiðið ber titilinn "Samskipti og einelti á vinnustöðum" og er haldið í samvinnu við sálfræðistofuna Líf og sál. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir.
Skráningar fara fram hjá Jónu Jónsdóttur, móttökufulltrúa, jona(hjá)bhm.is - sendið tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum:
Fullt nafn
Kennitala
Aðildarfélag
Símanúmer
Athugið að takmarkaður fjöldi plássa er á námskeiðið.
Fyrirlestur
Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur BHM, heldur fyrirlestur um einelti í lagalegu samhengi. Fyrirlesturinn er haldinn í fundarsal BHM, Borgartúni 6, miðvikudaginn 29. október, kl. 12. Léttar hádegisveitingar eru í boði og því biðjum við gesti að skrá sig með því að senda tölvupóst til Jónu móttökufulltrúa, jona(hjá)bhm.is.
Afmælisráðstefna BHM
Bandalag háskólamanna heldur upp á 50 ára afmæli samtakanna þann 23. október. Í tilefni dagsins verður haldið opið málþing á Grand hótel Reykjavík. Fylgist með á heimasíðunni - dagskrá verður birt síðar.