Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki

Málþing Menntavísindasviðs: Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki



Árlegt málþing Menntavísindasviðs um nýbreytni, rannsóknir og þróun verður haldið dagana 29. og 30. október næstkomandi. Málþingið, sem nú er  haldið í 13. sinn, ber yfirskriftina Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki.

Aðalfyrirlesari á málþinginu er Dr. Charles Desforges prófessor emeritus við Háskólann í Exeter. Hann starfar nú sem sjálfstæður rannsakandi og ráðgjafi í menntunarfræðum, aðallega á sviði náms og kennslu, íhlutunar foreldra og stjórnunar í skólum. Hann hefur veitt ráðgjöf um rannsóknir til ríkistjórna bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Þá vann hann að stefnumótun varðandi menntarannsóknir í Bretlandi á vegum National Education Research Forum (NERF). Hann hefur skrifað bækur og ótal greinar á sviði náms og kennslu og ritstýrði British Journal of Educational Psychology í fimm ár.
Árið 2004 hlaut Dr. Desforges heiðursverðlaun OBE (Order of the British Empire), sem Englandsdrottning veitir, fyrir störf í þágu menntamála.

Fyrirlestur Dr. Desforges á málþinginu fjallar um áhrif íhlutunar foreldra á gengi nemenda í námi (The Impact of Parental Involvement on Pupil Achievement). 

Málþingið hefst klukkan 14.00 fimmtudaginn 29. október en þar flytja menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og frú Vigdís Finnbogadóttir ávörp. Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs, setur málþingið. Veitt verða verðlaun rannsóknaráðs Menntavísindasviðs fyrir bestu meistararitgerðina.

Dagskráin er afar fjölbreytt og yfir hundrað erindi á boðstólum.


Dagskrá

Fimmtudagur 29. október

Föstudagur 30. október

 

Skráning á málþingið