Forstöðuþroskaþjálfafundur ÞÍ

Í dag var haldinn á vegum ÞÍ fundur forstöðuþroskaþjálfa. Á fundinn mættu auk þess Erna Guðmundsdóttir lögmaður BHM og svo á eftir komu til fundar með okkur þau Þórarinn Eyfjörð framkvæmdarstjóri Sfr og Alma Lísa Jóhannsdóttir sem er þjónustufulltrúi trúnaðarmanna Sfr.

Markmið fundarins var að fjalla um ýmislegt er snertir ábyrgð og samskipti forstöðuþroskaþjálfa við annað starfsfólk á viðkomandi starfsstöð. Og sér í lagi nú þegar ástandið í þjóðfélaginu er eins og það er.

Erna Guðmundsdóttir flutti okkur smá fyrirlestur sem fjallaði um einelti og ábyrgð forstöðufólks ef að það kemur upp. En erindið var ekki bara bundið við það viðfangsefni heldur var fjallað um ýmismál út frá því.

Hún kynnti okkur fyrir könnun sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytis þar sem fram kom m.a. að:

Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að 62% ríkisstarfsmanna telja að slæmur stjórnunarstíll sé þess valdandi að einelti þrífist innan stofnana.

Könnunina í heild má sjá hér. Síðan má sjá á sömu síðu fjármálaráðuneytis ýmislegt ganglegt varðandi eineltihér

Og í raun má benda á að á þessari síðu fjármálaráðuneyti má finna mikið magn nytsamlegra upplýsinga. Slóðin þanngað er http://www.fjarmalaraduneyti.is/starfsmenn-rikisins/

Hún benti okkur á ýmis lög og reglur varðandi einelti og viðbrögð við því og stefnt er að því að fá að birta glærurnar hennar hér á síðunni okkar.

Eftir að Erna hafði lokið sínum þætti mættu þau Þórarinn Eyfjörð framkvæmdarstjóri Sfr og Alma Lísa Jóhannsdóttir sem er þjónustufulltrúi trúnaðarmanna Sfr. 

Þeirra hluti var svona fremur í formi skoðana skipta milli forstöðuþroskaþjálfa og þeirra. Rætt var um að til þeirra væru nú að berast fleiri mál frá svæðiisskrifstofum þar sem að þeirra mati væri verið að brjóta á réttindum starfsmanna. Sum atriði voru næsta furðuleg eins og að fólk væri látið skipta um % milli mánaða eftir því sem að vaktarúlla breyttist og fleiri atriði. Eins var m.a. talað um ferðalög á vegum vinnunar þar sem að fólk væri látið á 12 tímavaktir til að þurfa ekki að greiða yfirvinnu nema fyrir nóttina. Ef að á að setja fólk á 12 tíma vaktir í ferðalögum sem það er ekki á venjulega verður að gera það með 2 mánaða fyrirvara. Eins var komið inn á námskeið og félagsliðanámið og rétt starfsfólks til að fara á þau en réttur starfsstöðvar til að hagræða vöktum þeirra svo að ekki þurfi að kalla til aukavakt. Talað var um nauðsyn þess að skilaboð væru skýr bæði frá Sfr varðandi upplýsingar sem þeir gæfum starfsfólki um sinn rétt sem og stjórnendum væri velkomið að ræða við Sfr til að koma í veg fyrir misskilning og óþarfa ágreining.

Marg annað rætt m.a. reglur um frítökurétt, trúnaðarmenn og margt fleira.