Flutningur þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitafélaga

Málþing um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga
Hilton Hótel Nordica
Miðvikudaginn 20. maí 2009
 
 
Samband íslenskra sveitarfélaga, samgönguráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið standa að málþingi um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga miðvikudaginn 20. maí 2009. Fundarstaður er Hilton Hótel Nordica og fundartími er frá kl. 10:00 til kl. 15:30.
 
Markmið málþingsins er að leiða saman faghópa, sveitarstjórnarmenn, aðra hagsmunaaðila og áhugafólk um þjónustu við fatlaða og félagsþjónustu almennt og skapa vettvang til skoðanaskipta um framkvæmd tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga í samræmi við viljayfirlýsingu aðila frá 13. mars. 2009.  
 
Málþingið hefst með stuttum ávörpum og almennir kynningu. Málþingið starfar í fimm málstofum og lýkur með pallborðsumræðu.  Málstofur fjalla um eftirtalda efnisflokka: Aðferð við tilfærsluna - framtíðarsýn félagsþjónustu - myndun þjónustusvæða - starfsmannamál -  mat á þörf fatlaðra fyrir þjónustu.
 
Þátttökugjald er 5.000 kr. fyrir manninn. Hádegisverður og aðrar veitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi. Skráning þátttöku er á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga - http://www.samband.is/ .
 
Allar nánari upplýsingar er að finna á netinu hjá:
Sambandi ísl. sveitarfélaga - http://www.samband.is/,
félags- og tryggingamálaráðuneyti - http://www.felagsmalaraduneyti.is/,

samgönguráðuneyti - http://www.samgonguraduneyti.is/

Dagskrá

Stjórnandi málþings: Sigrún Björk Jakobsdóttir
 

Dagskrárliðir
Málshefjendur
Setning málþingsins
Samgönguráðherra
Ávarp
Félags- og tryggingamálaráðherra
Ávarp
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Kynning á verkefnaflutningnum
Sigurður Helgason, ráðgjafi.
Kaffihlé
 
Málstofur/vinnuhópar
 
Málstofa A
Aðferð við tilfærslu:
·     Hvað aðferð á að beita við tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga?
·     Hver eru helstu úrlausnarefni ?
·     Hvernig skal fara með einstök mjög kostnaðarsöm tilvik ?
·     Hverjar eru faglegar og fjárhagslegar forsendur sveitarfélaga til að taka að sér þjónustu við fatlaða ?
·     Hvernig ætti að standa að fjármögnun og jöfnunaraðgerðum?
·     Hvernig er hægt að endurskoða jöfnunarkerfið?
 
Stjórnandi: Lúðvík Geirsson
Ritari: Einar Njálsson
 
 
Málstofa B
Framtíðasýn félagsþjónustu:
·     Hvaða framtíðarsýn hafa sveitarfélög, starfsmenn og notendur um félagsþjónustu við íbúa ? Hvernig verður hún raungerð ?
·     Hvaða tækifæri og ógnanir felast í tilflutningi verkefna?
·     Hvernig er hægt að standa að samþættingu félagsþjónustu og endurmótun þjónustu?
·     Hvernig er hægt að bæta þjónustu við notendur?
·     Hvernig verður eftirliti háttað ?
·     Hversu ríkt sjálfræði eiga sveitarfélögin að hafa um framkvæmd?
·     Hvert verður hlutverk ráðuneytis eftir tilfærsluna ?
 
Stjórnandi: Lára Björnsdóttir
Ritari: Hólmfríður Sveinsdóttir
 
 
Málstofa C
Þjónustusvæði:
·     Hvaða verkefni geta sveitarfélög leyst hvert fyrir sig og hvaða verkefni þurfa sveitarfélög að leysa með samstarfi?
·     Stærð þjónustusvæða ?
·     Hvernig er hægt að standa að myndun þjónustusvæða og hvaða samstarfsform þjónustusvæða hentar best?
·     Veikleikar og styrkleikar mismunandi samstarfsforma ?
·     Hvernig er hægt að efla félagsþjónustu í dreifbýli og fjölkjarna sveitarfélögum?
 
Stjórnandi: Soffía Lárusdóttir
Ritari: Anna Guðrún Björnsdóttir
 
Stutt innlegg:
Sigurður Helgason, ráðgjafi
 
 
Málstofa D
Starfsmannamál:
   Hvernig tryggjum við gagnkvæma upplýsingamiðlun milli verkefnisstjórnar og fulltrúa starfsmanna.
   Hvernig verður tryggt að sérþekking starfsmanna flytjist með þjónustunni.
   Hvernig kortleggjum við starfskjör og réttindi þeirra starfsmanna sem tilfærsla málaflokkanna nær til.
   Hvaða aðferð á að beita við tilflutning starfsmanna frá ríki til sveitarfélaga.
 
Stjórnandi: Hermann Jón Tómasson, Akureyri
Ritari: Inga Rún Ólafsdóttir
 
 
Málstofa E
Mat á þjónustuþörf fatlaðra:
   Veita matsaðferðir, sem nú eru í notkun, fullnægjandi og samræmdar upplýsingar um þjónustuþörf ?
   Hvaða eiginleika þarf fullnægjandi þjónustumat að hafa ?
   Hvað er SIS-mat (Support Intensity Scale) ?
   Hverskonar matskerfi er notað á Norðurlöndunum ?
 
Stjórnandi: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Ritari: Stefanía Traustadóttir
 
 
Léttur hádegisverður
 
 
 
Málstofur framhald ..... ......
Málstofa A - verkefnaflutningur
Málstofa B - framtíðarsýn félagsþjónustu
Malstofa C - þjónustusvæði
Málstofa D - starfsmannamál
Málstofa E - mat á þjónustuþörf
 
Kaffihlé
 
Samantekt - Pallborð
Stjórnandi:  Sigrún Björk Jakobsdóttir
 
Þátttakendur:
Lúðvík Geirsson
Soffía Lárusdóttir
Hermann Jón Tómasson
Fulltrúi Þroskahjálp ?
Lára Björnsdóttir,
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Fulltrúi frá ÖBÍ ?
 
Málþingi slitið
Einar Njálsson formaður verkefnisstjórnar