Félagsgjöld verða 1,5% af dagvinnulaunum.

Nú í dag var haldinn aðalfundur ÞÍ. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundastörf. Salóme Anna Þórisdóttir var kjörin formaður áfram til næstu 2 ára. Aðrir í stjórn eru: Þóroddur Þórarinsson varaformaður, Valborg Helgadóttir, Huldís Franksdóttir, Sigríður Rut Hilmarsdóttir, Guðlaug Valgeirsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Þær tvær síðast nefndu koma nýjar í stjórn í stað þeirra Önnu Lilju Magnúsdóttur og Arndísar Höllu Jóhannesdóttur sem eru færðar kærar þakkir fyrir mjög gott starf í stjórn félagsins undanfarin ár.  Aðalfundur samþykkti tillögu stórnar að frá og með 1. október n.k. verða félagsgjöld reiknuð af dagvinnulaunum í stað heildarlauna. Félagsgjöldin verða áfram 1,5% en nú aðeins af dagvinnulaunum.

Þá skoraði fundurinn á Stjórn ÞÍ að stofna hið fyrsta nefnd til að vinna að því að gera þroskaþjálfa að lykil stétt í þeim miklu beytingum í málefnum fatlaðs fólks sem nú fara í hönd. Þannig er nú ljóst að málefni fatlaðra flytjast til sveitarfélaga í byrjun árs 2011.  Þroskaþjálfar eru almennt fylgjandi þeirri stefnu og telja að við það skapist grundvöllur til að endurskipuleggja allt þjónustuumhverfi við fólk sem þarf ráðgjöf og aðstoð við daglegt líf sitt.  Þroskaþjálfar hafa alltaf barist fyrir auknum lífsgæðum fatlaðs fólks, ef vel er haldið á spilum getur flutningur málefna fatlaðra til steirarfélaga orðið mikilvlægt skref í þá átt.  Þessa dagan er einnig unnið að breytingu á reglugerð um búsetu.  ÞÍ vonar að þar verði fötluðu fólki tryggt sjálfræði í jafn mikilvægum þáttum á borð við hvar, hvernig og  með hverjum þeir búa. Notendastýrð þjónusta er í auknu mæli krafa þjónustuneytenda þroskaþjálfar með sérfærðiþekkingu sína hljóta  að vera lykilstétt í að vinna með þjónustuneytendum í að skipuleggja og framkvæma þessa þjónustu. Þá er einnig vert að skoða stöðu okkar nú þegar ríkið er stöðugt að útvista verkefnum til einkaaðila. Þar ættu þroskþjálfar að verða í góðri stöðu til að koma inn og taka að sér þjónustu. Eins og málum er háttað í dag getur hver sem boðið í jafn vandasama þjónustu og þjónusta við daglegt líf fólks er.  Krafa um fagmenntun er engin og helsta viðmiðið virðist því hver býður lægst.  Þroskaþjálfar telja þetta óásættanlegt fyrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda.  Þeim ber skilyrðislaust að vera tryggð þjónusta sem felur í sér sérfærðiþekkingu þroskaþjálfa.

Aðalfundagögn 2008

Arsskyrsla_2008.doc  

Arsreikningur.xls

Hér að fyrir neðan eru nokkrar myndir sem smellt var af á fundinum