Félagsfundur
19.03.2009
Kynning á mastersritgerðum
Þroskaþjálfafélag Íslands heldur félagsfund 27. mars kl. 13-15 í Borgartúni 6. Kynntar verða 2 mastersritgerðir þroskaþjálfa. Vibeke Þorbjörnsdóttir segir frá ritgerð sinni “Þróun þroskaþjálfa og starfsánægja þroskaþjálfa” og Margrét Ríkarðsdóttir segir frá ritgerð sinni “Líf og hagir fólks með daufblindu: Eru lífskjör þess jöfn að gæðum og lífskjör annarra þjóðfélagsþegna”.
Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á fróðlega kynningu.