Fagmennska og traust
Næsta miðvikudag, 3. október verður fagmennskuhugtakið verður skoðað og á hverju það grundvallast. Gengið verður út frá þeirri sýn að fagmanneskjan í starfi sínu vinni samkvæmt óskrifuðu loforði og að slíkt loforð sé grundvöllur þess trausts sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli fagmanneskjunnar og þeirra sem hún á að aðstoða.
Fyrirlesturinn er haldinn í Borgartúni 6, 3. hæð klukkan 15 - 16
FyrirlestariÞ Ástríður Stefánsdóttir, dósent í hagnýtri siðfræði við þroskaþjálfadeild HÍ.
Erindið verður sent út með fjarfundabúnaði en upplýsingar um það fást á miðvikudaginn. Enn er hægt að horfa á upptökuna frá því í byrjun september.
Þessi fyrirlestur er í númer 2 í fyrirlestraröðinni um hlutverk fagstétta og siðareglur. Sjá nánar hér