Ráðgjafi í ráðgjafateymi fatlaðs fólks

Ráðgjafi í ráðgjafateymi fatlaðs fólks

Afleysing í fæðingarorlofi til 1. september 2025

Ráðgjafi er hluti af ráðgjafateymi skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar.

Áhersla er á að veita faglega ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og stofnana, meta þjónustuþörf og gera þjónustu- og stuðningsáætlanir með notendum. Mikilvægur hluti starfsins er einnig gerð notendasamninga, skráning og utanumhald upplýsinga og aðkoma að þróun og aðlögun þjónustu. Ráðgjafi er málstjóri og ber ábyrgð á og hefur eftirlit með þjónustunni.

Unnið er eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

 
Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðgjöf til einstaklinga, 16 ára og eldri, með fötlun.

Móttaka og úrvinnsla umsókna

Heildstætt mat á þjónustuþörf

Málstjórn

Skráningar

Samningagerð

Aðkoma að þróun þjónustu

 
Menntunar- og hæfniskröfur

Starfsréttindi í þroskaþjálfafræðum eða félagsráðgjöf

Reynsla og þekking af starfi með fötluðu fólki

Hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði í starfi

Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Þekking og reynsla á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga 

Tölvufærni

 
Fríðindi í starfi

Stytting vinnuvikunnar, möguleiki á reglulegri heimavinnu, frítt í sund í sundlaugum Kópavogs

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og sambands íslenskra sveitarfélaga.

Allir sem ráðnir eru til starfa á velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að gefa heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember nk. 

Nánari upplýsingar um starfið veitit Kristín Þ. Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri, netfang: kristinthyri@kopavogur.is eða í síma 4410000.

Tekið er mið af jafnrétisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningar.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.

Auglýsing stofnuð 4. desember 2023
Umsóknarfrestur 17. desember 2023