Undirritun kjarasamnings við Samtök fyrirtækja í Velferðarþjónustu

Í dag var gengið frá samkomulagi milli Samtaka fyrirtækja í Velferðarþjónustu og Þroskaþjálfafélags Íslands um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Það gerði félagið ásamt Félagsráðgjafafélagi Íslands, Félagi íslenksra náttúrufræðinga og Iðjuþjálfafélagi Íslands.

Efnisatriði samnings verða kynnt á rafrænum fundi næstkomandi mánudag þann 10. febrúar klukkan 15. Því næst verður borinn undir atkvæði félagsmanna í rafrænni kosningu. Kynningarefni og samningur verður sendur að kynningu lokinni.

Nú þegar hefur félagsfólk starfandi eftir kjarasamningnum fengið tölvupóst með upplýsingum.