Viðtal við tvo af stofnendum Þroskaþjálfafélags Íslands í tilefni 60 ára afmælis félagsins

Þann 18. maí 2025 fagnar Þroskaþjálfafélag Íslands 60 ára afmæli. Í stað þess að hafa einn viðburð mun félagið standa að mörgum á afmælisárinu. Árið hófst á Fræðsludögum sem haldnir voru í Hveragerði, þar sem söguleg þróun og framtíðarsýn stéttarinnar voru til umfjöllunar.

Í tilefni afmælisársins var tekið viðtal við tvo af stofnendum félagsins, þroskaþjálfana Hrefnu Haraldsdóttur og Kristjönu Sigurðardóttur. Þær rifjuðu upp stofnun félagsins, fyrstu skrefin í starfi þroskaþjálfa og hvernig starfshættir og hugmyndafræði hafa þróast á síðustu 60 árum. Þær deildu einnig sýn sinni á það sem framtíðin ber í skauti sér og hvaða áskoranir og tækifæri stéttin stendur frammi fyrir í dag.

Þetta viðtal er ómetanleg heimild um sögu Þroskaþjálfafélags Íslands og mikilvægt innlegg í umræðuna um vegferð þroskaþjálfa – hvaðan við komum, hvar við stöndum og hvert við stefnum? Á fræðsludögunum voru frumsýndir 4 hlutar úr viðtalinu sem hægt er að horfa á hér.