Breyting á stjórn Útgáfuráðs ÞÍ
Á aðalfundi ÞÍ sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag 5 maí var samþykkt breyting á 11 gr. laga félagsins. Þar er helst breyting á stjórn útgáfuráðs sem felur í sér að í stað þess að félagið kjósi alla fulltrúa útgáfuráðs þá kýs það 6 fulltrúa en 1 verður skipaður af Rannsóknasetri í þroskaþjálfafræðum. Þetta er ánæguleg breyting og ætti að tryggja athyglisverðar fræðigreinar og niðurstöður rannsókna í tímarit okkar Þroskaþjálfinn.
En breytingin á 11. gr. varðandi Útgáfuráð er svona:
" Í útgáfuráði eru einnig 7 nefndarmenn. Aðalfundur kýs í útgáfuráð 6 félagsmenn til tveggja ára, 3 hvort ár. 7. nefndarmaðurinn er tilnefndur af rannsóknasetri í þroskaþjálfafræðum. "
Loks er rétt að segja frá því að næsta eintak af "Þroskaþjálfanum" er á leið í póst til félagsmanna ÞÍ á næstu dögum.