Bókin um einhverfu - spurt og svarað
Bókin um einhverfu - spurt og svarað
Út er komin Bókin um einhverfu, spurt og svarað eftir S. Jhoanna Robledo og Dawn Ham-Kucharski, fyrsta handbók sinnar tegundar á íslensku.
Í bókinni nýta höfundarnir reynslu sína og þekkingu til þess að svara brýnustu spurningum foreldra, vina, kennara og annarra sem að einhverfum kunna að koma, allt frá því hvernig bregðast skuli við þeirri vanmáttartilfinningu sem kemur yfir foreldra þegar þeir heyra um greininguna í fyrsta skipti, til spurninga um orsakir einhverfu, einkenni og meðferðarúrræði. Þá eru í bókinni kaflar um uppeldi, menntun og framtíðarhorfur, auk þess sem gerð er grein fyrir lagaumhverfi á Íslandi og þjónustuaðilum. Öll eru svörin sett fram á aðgengilegan hátt og taka mið af nýjustu rannsóknum.
Bókin er gefin út af Græna húsinu www.graenahusid.is í samvinnu við Umsjónarfélag einhverfra. Eiríkur Þorláksson og Sigríður Lóa Jónsdóttir þýddu og staðfærðu.