Bók um þroskaþjálfastéttina og 50 ára afmæli
Á aðalfundi ÞÍ í síðustu viku voru samþykktar 2 tillögur sem lagðar voru fyrir fundin af nokkrum félögum. Þær gengu út á að félagið kæmi upp sérstakri ritnefnd um gerð og útgáfu sögu félagsins í tilefni 50 ára afmælis sem er jú 2015.
Tillagan sem samþykkt var hljóðar svona:
Aðalfundur ÞÍ 2011 felur stjórn að setja á laggirnar ritnefnd sem mun hafa það hlutverk að sjá um gerð og útgáfu sögu stéttarinnar. Stefnt verði að sagan verði gefin út á 50 ára afmæli félagsins 2015. Stjórn mun ákvarða fjárhagsramma þessa verkefnis.
Og greinargerð sem fylgdi er svona:
Bók um þroskaþjálfastéttina
Við undirrituð viljum að Þroskaþjálfafélag Íslands standi að gerð og útgáfu sögu stéttarinnar í 50 ár.
Í bók verði rakin saga stéttarinnar frá upphafi þ.e. hvernig stéttin varð til, menntun og útskrift fyrstu gæslusysturanna, stofnun Félags gæslusystra, breytingu á námi, breytingar á lagaumhverfi, breyting á starfsheiti, stofnun stéttarfélags og því sem hefur skipt máli í sögu stéttarinnar. Sagan tengist órjúfanlega hagsmunabaráttu fatlaðra og þeim breytingum sem hafa orðið á lífi og aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi.
Bókin verði kaflaskipt eftir áratugum og það helsta sem gerðist á hverjum tug tíundað ásamt yfirliti yfir útskrifaða þroskaþjálfa á þeim árum sem tilheyra. Bókin verði í máli og myndum og taki m.a. mið af fjölmiðlaumræðu hvers áratugs.
Lagt er til að fenginn verði sagnfræðingur til samstarfs um heimildaöflun og skrif og leitað verði tilboða í útgáfu á 50 ára afmæli stéttarinnar.
Teljum að mikilvægt að hægt verði að byrja á skrifum sem fyrst þar sem að margar staðreyndir er einungis hægt að nálgast í viðtölum, svo sem um aðdraganda stofnanar félags gæslusystra.
Ætla má að skrif svona bókar kosti um 6 milljónir króna auk 1 milljónar til viðbótar við tekstaritsjórn.
Þá var einni samþykkt tillaga um sérstaka Afmælisnefnd til að undirbúa 50 ára afmæli Þroskaþjálfafélagsins 2015:
Tillagan sem samþykkt var svona:
Aðalfundur ÞÍ 2011, felur stjórn félagsins að skipa afmælisnefnd sem mun sjá um og undirbúa 50 ára afmæli félagsins.
Og greinargerð sem fylgdi kemur hér
Hlutverk þessarar nefndar er að undirbúa 50 ára afmæli ÞÍ, safna saman hugmyndum um það sem til greina kemur að gera og gera tímaáætlun um framkvæmd.
Ef þroskaþjálfar vilja halda málþing eða ráðstefnu í tengslum við afmæli er betra að hafa tímann fyrir sér, bæði varðandi kostnað og hugsanlegar fjáraflaleiðir, einnig í varðandi undirbúning.
Hugmyndin er að afmælisnefnd muni á vetri komandi kanna hugmyndir og leiðir og áætla tímaramma og kostnaðarramma.