Boðað er til vinnustaðarfundar 16. júní
Í kjölfar samþykktar laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna er boðað til vinnustaðafundar fyrir hönd þeirra stéttarfélaga sem lögin tala til.
Dagskrá fundarins er staða kjaraviðræðna og lagsetning á verkfallsaðgerðir BHM.
Sameiginlegur vinnustaðarfundur stéttarfélaganna verður í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 16. júní kl.14.30 – 16.00. Fundinum verður streymt og verður hægt að nálgast upplýsingar á bhm.is á morgun.
Fjölmennum og sýnum samstöðu!
Lögin taka til eftirfarandi félaga:
-
Dýralæknafélag Íslands
-
Félag geislafræðinga
-
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
-
Félag íslenskra félagsvísindamann
-
Félag íslenskra hljómlistarmanna (Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands)
-
Leikarafélag Íslands
-
Félag íslenskra náttúrufræðinga
-
Félag lífeindafræðinga
-
Félag sjúkraþjálfara
-
Fræðagarður
-
Félagsráðgjafafélag Íslands
-
Iðjuþjálfafélag Íslands
-
Ljósmæðrafélag Íslands
-
Sálfræðingafélag Íslands
-
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðing
-
Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði
-
Stéttarfélag lögfræðinga
-
Þroskaþjálfafélag Ísland