Bandalag háskólamanna spyr

Spurningunni er beint til Félagsmálaráðherra Jóhannu Sigurðardóttur og  

formanns Sambands Íslenskra sveitarfélaga Halldórs Halldórssonar.

 

Hvernig er samráði sveitarstjórna og ríkisvalds háttað í yfirstandandi niðurskurði í velferðarmálum? Hver er aðkoma fag- og stéttarfélaga að ráðgjöf og ákvarðanatöku?

Svar óskast.

 

 Virðingarfyllst,

Guðlaug Kristjánsdóttir, Formaður BHM

gudlaug@bhm.is

s. 899 2873

 

Um spurningar Bandalags háskólamanna

Bandalag háskólamanna gætir hagsmuna rúmlega 10000 háskólamenntaðra launamanna. Um þessar mundir brenna margar spurningar á launafólki sem brýnt er að fá svör við. Spurningunum er beint til þeirra sem bera ábyrgð á og standa fyrir þeim breytingum sem þjóðin stendur frammi fyrir.