Aukið sjálfstæði aldraðra og fatlaðra með tæknilegum lausnum

Ráðstefna: Aukið sjálfstæði aldraðra og fatlaðra með tæknilegum lausnum

Tim Foulsham frá Possum kynnir lausnir fyrirtækisins og sýnir virkni þeirra

 

18. júní kl. 14:00-16:00

Askalind 1 í Kópavogi

 

Possum er leiðandi fyrirtæki í umhverfisstjórnun fyrir fatlaða og aldraða. Fyrirtækið hefur framleitt og þróað lausnir á þessu sviði frá árinu 1961. Í dag eru notendur Possum lausna um 15.000. Possum kerfin gera notendum kleift að stjórna sínu nánasta umhverfi og eru sérsniðin að þörfum þeirra, allt frá aðstoðarbúnaði fyrir aldraða með skerta hreyfigetu til fatlaðra með litla sem enga hreyfigetur. Búnaður frá Possum verður til sýnis á staðnum.

 

Tim Foulsham er rafeindaverkfræðingur sem hefur unnið að þróun lausna fyrir aldraða og fatlaða í 20 ár. Frá 1989 starfaði Tim hjá heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi en frá 2004 hefur hann unnið hjá Possum við tækniráðgjöf og þróun einstaklingsmiðaðra lausna á þessu sviði.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar að ráðstefnunni lokinni og fólki býðst að skoða glæsilega aðstöðu Heima er best.

 

Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Áhugasamir þurfa að skrá sig á ráðstefnuna í síðasta lagi mánudaginn 15. júní, með tölvupósti til heb@heb.is eða í síma 511 5070.

 

Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott á staðnum.

 

 

Heima er best

Heima er best er nýtt þjónustu- og heilbrigðisfyrirtæki sem veitir þjónustu til aldraða, fatlaða og sjúkra sem vilja búa sem lengst á eigin heimili. Ein af meginstoðum starfseminnar er að bjóða tæknilausnir sem auka öryggi og bæta lífsgæði og sjálfsbjargarmöguleika. Heima er best er í eigu Öryggismiðstöðvarinnar og Helgu Hansdóttur, lyf- og öldrunarlæknis. Nárnari upplýsingar um Heima er best má finna á www.heb.is.