Atferlisráðgjafi eða þroskaþjálfi óskast í Vatnsendaskóla
29.05.2024
Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með um 580 nemendur og 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á teymiskennslu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.
Leitað er eftir háskólamenntuðum starfsmanni, til dæmis atferlisráðgjafa eða þroskaþjálfa skólaárið 2024-2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þjálfun og utanumhald nemenda í sértæku úrræði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Atferlisráðgjafamenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Faglegur metnaður og frumkvæði.
- Góð færni í að starfa í teymi.
- Þolinmæði og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.